Hannes Hólmsteinn Gissurarson segist aldrei hafa kallað Jón Ólafsson dópsala eða skattsvikara. Hann hafi aðeins bent á að aðrir hafi gert það og þess vegna eigi ekki að dæma sig fyrir meiðyrði.
Hannes Hólmsteinn skilaði greinargerð um málið til héraðsdóms í dag til að komast hjá því að greiða Jóni bætur.