Nú klukkan tíu verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Auðar Laxness, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor vegna meintra brota á höfundarrétti í bók Hannesar um Nóbelskáldið, Halldór. Hæstiréttur felldi úr gildi frávísunúrkurð Héraðsdóms Reykjavíkur í síðasta mánuði með þeim rökum að málið væri einkarefsimál og ekki yrðu í slíku máli gerðar sambærilegar kröfur til málatilbúnaðar í stefnu og gerðar væru til ákæru í opinberu máli.
