Kona og stúlka sem leitað var að á Austurlandi fundust heilar á húfi á Möðrudalsöræfum laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þær voru gestkomandi á bæ í Breiðdal en ætluðu í stuttan bíltúr um hádegisbil. Þegar þær voru ekki komnar aftur um kvöldmatarleytið hófu björgunarsveitir leit eystra og eftirgrennslan víða um land. Þrjátíu björgunarsveitarmenn tóku þátt i leitinni.

