Grunur leikur á að gluggagægir hafi verið á ferðinni í Þingholtunum í nótt , en hann fanst ekki þrátt fyrir talsverða leit lögreglunnar. Íbúi í húsi á svæðinu sá manninn á glugga íbúðar sinnar en hann forðaði sér í skyndingu þegar hann sá að íbúinn hafði orðið hans var. Íbúanum var brugðið og gat ekki gefið nákvæma lýsingu á hinum grunaða sem gengur enn laus.

