Þjófar brutust inn í gróðrastöð í Hveragerði í nótt og höfðu talsverð verðmæti á brott með sér auk þess að valda nokkrum skemmdum. Þeir stálu meðal annars sextán gróðurhúsalömpum, sem vinsælir eru til kannabisræktar, og tölvubúnaði. Þjófarnir voru horfnir af vettvangi þegar innbrotsins varð vart og er þeirra nú leitað.