Lagði til manns með hnífi á balli

Maður er í haldi lögreglunnar á Selfossi eftir að hann lagði til annars manns með hnífi á dansleik í bænum í gærkvöld. Sá sem lagt var til slasaðist lítillega á höfði og var hann færður undir læknishendur og voru saumuð nokkur sporið í höfuðið á honum. Árásarmaðurinn mun hafa verið ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar ölvíman rennur af honum. Þá var annar maður færður í fangageymslur fyrir ölvun og óspektir í bænum en hann verður látinn sofa úr sér og svo sleppt.