Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem fáir hafi verið á ferli. Fáir munu hafa verið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og þá hafði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði lítið að gera. Einn var þó stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar og tveir voru stoppaðir vegna sömu saka í Reykjavík.