Hæstiréttur féllst ekki á kröfu fyrrum bankastarfsmanns um að breyting á reglugerð um lífeyrisgreiðslur hefði svipt hann áunnum réttindum. Fyrir gildistöku reglugerðar í árslok 1997 var miðað við laun eftirmanns, en vísitölu neysluverðs á eftir. Maðurinn krafði Lífeyrissjóð bankamanna um mismuninn. Dómurinn sagði breytinguna hafa verið almenna og í raun deilt um hvort heimilt hafi verið að breyta aðferð við að verðtryggja réttindi sjóðsfélaga. Dóminn skipuðu Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir og Gunnlaugur Claessen. Tveir síðastnefndu dómararnir skiluðu séráliti og töldu lengra hafa verið gengið í skerðingu en hjá öðrum starfsmönnum ríkisins.