Borgin hótar lögsókn 14. október 2005 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Steinunn Valdís sagðist vita til þess að olíufélögin hefðu óskað eftir fundi með lögmanni borgarinnar til að fara yfir málið, en hafði í gær ekki frekari spurnir af þeim fundahöldum þar sem hún var stödd í útlöndum. Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers, sem á Esso, segir að borgin fái frá félaginu formlegt svar, vegna skaðabótakröfunnar, en vildi ekki upplýsa um efni þess áður en því hefði verið komið í réttar hendur. Hann segir félagið ekki hafa átt í neinum viðræðum við borgina vegna skaðabótakröfunnar. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir hins vegar að haldinn verði fundur lögmanna olíufélaganna og lögmanns borgarinnar eftir helgina vegna málsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður borgarinnar, segist ekki hafa fengið formlegt svar frá neinu félaganna vegna skaðabótakröfunnar en staðfesti að félögin hefðu óskað eftir fundi með honum í næstu viku vegna málsins. Vilhjálmur sagði að skýrast myndi í næstu viku hvað félögin ætluðu að bjóða borginni, ef þá nokkuð. "En ítrustu kröfur borgarinnar hljóðuðu upp á 150 milljónir króna," segir hann, en sú upphæð var ekki sundurgreind á félögin. "Borgin getur ekki skipt því niður á félögin því hún veit ekki hver fékk hvað. Hins vegar liggur fyrir að haft var samráð um útboðið og að Skeljungur greiddi hinum ákveðna fjárhæð vegna viðskiptanna." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Steinunn Valdís sagðist vita til þess að olíufélögin hefðu óskað eftir fundi með lögmanni borgarinnar til að fara yfir málið, en hafði í gær ekki frekari spurnir af þeim fundahöldum þar sem hún var stödd í útlöndum. Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers, sem á Esso, segir að borgin fái frá félaginu formlegt svar, vegna skaðabótakröfunnar, en vildi ekki upplýsa um efni þess áður en því hefði verið komið í réttar hendur. Hann segir félagið ekki hafa átt í neinum viðræðum við borgina vegna skaðabótakröfunnar. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir hins vegar að haldinn verði fundur lögmanna olíufélaganna og lögmanns borgarinnar eftir helgina vegna málsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður borgarinnar, segist ekki hafa fengið formlegt svar frá neinu félaganna vegna skaðabótakröfunnar en staðfesti að félögin hefðu óskað eftir fundi með honum í næstu viku vegna málsins. Vilhjálmur sagði að skýrast myndi í næstu viku hvað félögin ætluðu að bjóða borginni, ef þá nokkuð. "En ítrustu kröfur borgarinnar hljóðuðu upp á 150 milljónir króna," segir hann, en sú upphæð var ekki sundurgreind á félögin. "Borgin getur ekki skipt því niður á félögin því hún veit ekki hver fékk hvað. Hins vegar liggur fyrir að haft var samráð um útboðið og að Skeljungur greiddi hinum ákveðna fjárhæð vegna viðskiptanna."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira