Blanda saman fjárdrætti og lánum 11. október 2005 00:01 „Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um. Baugsmálið Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
„Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira