
Innlent
Erill hjá lögreglu

Maður var handtekinn þegar hann reyndi að brjótast inn í einbýlishús í Mosfellsbæ í morgun. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið og var maðurinn handtekinn á staðnum. Töluverður erill var hjá lögreglunni í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Talsvert var um ryskingar og þurfti einn að gista fangageymslur vegna ölvunarláta. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var mikið af fólki í miðbænum í nótt og fram eftir morgni.