S-hópurinn með vænlegasta tilboðið 7. október 2005 00:01 Helstu rökin fyrir vali HSBC á S-hópnum sem álitlegasta fjárfestinum vegna Búnaðarbankans var aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestingabanka að fjárfestahópnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið afhenta í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. HSBC er alþjóðlegur fjárfestingabanki sem veitti framkvæmdanefnd um einkavæðingu ráðgjöf vegna einkavæðingar ríkisbankanna 2002. Skýrslan hefur að geyma mat HSBC á fjárfestunum tveimur sem voru valdir úr hópi áhugasamra um kaup á Búnaðarbankanum, S-hópnum og Kaldbaki. Þar kemur einnig fram að bankastjórn Búnaðarbankans hafði áhyggjur af pólitískum tengslum S-hópsins og varaði við hugsanlegum afleiðingum þess fyrir bankann. Bankastjórnin óttaðist að pólitísk tengsl S-hópsins gæti fælt frá viðskiptavini bankans og dregið úr nýjum viðskiptum. S-hópurinn ætlaði sér í samstarf með VÍS og sá fyrir sér samvinnu eða samruna við aðrar fjármálastofnanir, þótt það væri ekki tilgreint nánar. HSBC notaði reiknilíkan til að leggja mat á fjóra þætti í tilboðum bjóðendanna: Fjárhagsstaða fjárfestis, framtíðaráform um rekstur bankans, hugmyndir um staðgreiðsluverð, þekking og -reynsla fjárfestis á fjármálamarkaði. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Landsbankans var einn þáttur hafður til viðbótar, skilyrði af hálfu kaupenda. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Búnaðarbankans var tilboð S-hópsins metið á bilinu 66 til 74. Ástæðan fyrir bilinu var óvissan um hvort franski alþjóðafjárfestingabankinn Societe Generale eða viðlíka alþjóðlegur fjárfestir tæki þátt í fjárfestingunni. Tilboð Kaldbaks var metið á 64 og því hefði tilboð S-hópsins verið metið sem vænlegra en Kaldbaks, með eða án alþjóðlegs fjárfestis. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Helstu rökin fyrir vali HSBC á S-hópnum sem álitlegasta fjárfestinum vegna Búnaðarbankans var aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestingabanka að fjárfestahópnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið afhenta í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. HSBC er alþjóðlegur fjárfestingabanki sem veitti framkvæmdanefnd um einkavæðingu ráðgjöf vegna einkavæðingar ríkisbankanna 2002. Skýrslan hefur að geyma mat HSBC á fjárfestunum tveimur sem voru valdir úr hópi áhugasamra um kaup á Búnaðarbankanum, S-hópnum og Kaldbaki. Þar kemur einnig fram að bankastjórn Búnaðarbankans hafði áhyggjur af pólitískum tengslum S-hópsins og varaði við hugsanlegum afleiðingum þess fyrir bankann. Bankastjórnin óttaðist að pólitísk tengsl S-hópsins gæti fælt frá viðskiptavini bankans og dregið úr nýjum viðskiptum. S-hópurinn ætlaði sér í samstarf með VÍS og sá fyrir sér samvinnu eða samruna við aðrar fjármálastofnanir, þótt það væri ekki tilgreint nánar. HSBC notaði reiknilíkan til að leggja mat á fjóra þætti í tilboðum bjóðendanna: Fjárhagsstaða fjárfestis, framtíðaráform um rekstur bankans, hugmyndir um staðgreiðsluverð, þekking og -reynsla fjárfestis á fjármálamarkaði. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Landsbankans var einn þáttur hafður til viðbótar, skilyrði af hálfu kaupenda. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Búnaðarbankans var tilboð S-hópsins metið á bilinu 66 til 74. Ástæðan fyrir bilinu var óvissan um hvort franski alþjóðafjárfestingabankinn Societe Generale eða viðlíka alþjóðlegur fjárfestir tæki þátt í fjárfestingunni. Tilboð Kaldbaks var metið á 64 og því hefði tilboð S-hópsins verið metið sem vænlegra en Kaldbaks, með eða án alþjóðlegs fjárfestis.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira