Einn áfram í haldi lögreglu

Lögregla hefur farið fram á að einn þremenninganna, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar í Garðabæ aðfaranótt sunnudags þar sem sveðjum var m.a. beitt, verði áfram í gæsluvarðhaldi. Tveimur félögum mannsins var sleppt úr gæsluvarðahaldi í dag. Krafan um gæsluvarðhald yfir manninum verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðar í dag.