Írarnir hafa ekki sótt um leyfi 7. október 2005 00:01 Lögreglan hefur haft afskipti af á annan tug Íra sem farið hafa um landið og selt hina ýmsu hluti að undanförnu. Á meðal þess sem mennirnir hafa boðið til sölu eru rafstöðvar, borvélar og háþrýstidælur. Sex Írar voru til að mynda stöðvaðir í Sundahöfn í gær þar sem þeir seldu varninginn úr sendiferðabíl sínum. Þá hefur lögreglan í Hafnarfirði einnig haft afskipti af mönnunum og lögreglan á Ísafirði hefur stöðvað tvo Íra. Kaupendur sem verslað hafa mennina segja að um svikna vöru sé að ræða; þeir hafi talið sig vera að kaupa díselrafstöðvar en síðar hafi komið í ljós að svo sé ekki, heldur sé um að ræða bensínsrafstöðvar. Þar að auki hafi þær ekki verið nærri eins öflugar og komi fram á umbúðunum. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, hafa mennirnir ekki söluleyfi. Verkfærin voru þó flutt inn með löglegum hætti og hafa verið greiddir af þeim tollar og gjöld. Þeir sem hyggja á hvers konar verslunarrekstur hér á landi þurfa að fá leyfi og "vask"-númer hjá Ríkisskattstjóra. Sá sem varð þar fyrir svörum nú fyrir hádegisfréttir kvaðst ekki vita til þess að mennirnir hafi sóst eftir slíku í morgun. Að sögn lögreglunnar eru Írarnir ekki búsettir hér á landi heldur komu þeir hingað til lands um síðustu helgi, að því er virðist gagngert til að selja landsmönnum umrædd tæki og tól með ólöglegum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Lögreglan hefur haft afskipti af á annan tug Íra sem farið hafa um landið og selt hina ýmsu hluti að undanförnu. Á meðal þess sem mennirnir hafa boðið til sölu eru rafstöðvar, borvélar og háþrýstidælur. Sex Írar voru til að mynda stöðvaðir í Sundahöfn í gær þar sem þeir seldu varninginn úr sendiferðabíl sínum. Þá hefur lögreglan í Hafnarfirði einnig haft afskipti af mönnunum og lögreglan á Ísafirði hefur stöðvað tvo Íra. Kaupendur sem verslað hafa mennina segja að um svikna vöru sé að ræða; þeir hafi talið sig vera að kaupa díselrafstöðvar en síðar hafi komið í ljós að svo sé ekki, heldur sé um að ræða bensínsrafstöðvar. Þar að auki hafi þær ekki verið nærri eins öflugar og komi fram á umbúðunum. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, hafa mennirnir ekki söluleyfi. Verkfærin voru þó flutt inn með löglegum hætti og hafa verið greiddir af þeim tollar og gjöld. Þeir sem hyggja á hvers konar verslunarrekstur hér á landi þurfa að fá leyfi og "vask"-númer hjá Ríkisskattstjóra. Sá sem varð þar fyrir svörum nú fyrir hádegisfréttir kvaðst ekki vita til þess að mennirnir hafi sóst eftir slíku í morgun. Að sögn lögreglunnar eru Írarnir ekki búsettir hér á landi heldur komu þeir hingað til lands um síðustu helgi, að því er virðist gagngert til að selja landsmönnum umrædd tæki og tól með ólöglegum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira