Krafa um fjárnám samþykkt

Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti fyrir stundu kröfu Jóns Ólafssonar um fjárnám upp á tæpar tólf milljónir króna hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Fjárnám var gert í skuldabréfi sem Hannes hafði gefið út á Kjartan Gunnarsson, vegna húseignar Hannesar á Hringbraut. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar ætlar Hannes Hólmsteinn að áfrýja til Héraðsdóms og jafnframt að leita réttar síns fyrir æðri dómstigum í Bretlandi.