Grunaðir um aðild að peningaþvætti 5. október 2005 00:01 MYND/Róbert Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira