Segir hervæðingu óskiljanlega 5. október 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira