Lögbannið ógnun við blaðamenn 4. október 2005 00:01 Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira