Gripinn við innbrot í Lyfju

Brotist var inn í apótek Lyfju á Laugaveginum í nótt og fór þjófavarnakerfi í gang. Tveir öryggisverðir sem voru í grennd héldu þegar á vettvang og gripu þjófinn þegar hann var að skríða út um glugga sem hann hafði brotið. Hann reynist með alla vasa fulla af lyfjum og héldu öryggisverðirnir honum þar til lögregla kom á vettvang. Maðurinn, sem á afbrotaferil að baki, var vistaður í fangageymslum.