
Innlent
Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald
Þrír ungir menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en þeir eru allir grunaðir um aðild að fólskulegri líkamsárás á tvo unga menn í Garðabæ aðfararnótt sunudags þar sem annar hlaut alvarlega áverka. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins en einum var sleppt að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær. Mennirnir þrír, sem hnepptir hafa verið í gæsluvarðhald, eru allir afbrotamenn.
Fleiri fréttir
×