Látið verði af tortryggni 29. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Halldór segist fagna þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að það séu engar forsendur til þess að hann hafi frumkvæði um athugun á hæfi hans til sölu á Búnaðarbankanum sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi farið fram á. Niðurstaðan komi honum ekki á óvart og ljóst sé að álit Ríkisendurskoðunar standi óhaggað frá því í vor um það að hann ekki verið vanhæfur til að fjalla um þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um einkavæðingu. Halldór segist vonast til þess að þetta verði til þess að stjórnarandstaðan grafi þá stríðsöxi sem hún hafi haft uppi í málinu og beini kröftunum að því að huga að málum til framtíðar. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að skýra betur eða setja ný lög um þessa hluti segir Halldór að alltaf megi gera betur í öllum málum. Farið hafi verið yfir málin að undanförnu í forsætisráðuneytinu, en núverandi reglur séu að verða 10 ára gamlar. Það sé ljóst að allir séu sammála um að einkavæðing Símans hafi tekist vel og þar hafi menn lært af því hvernig málin gengu í frumbernsku. Hann hafi ekki orðið var við neina gagnrýni í sambandi við einkavæðingu Símans en verið sé að fara yfir málin og umboðsmanni Alþingis verði svarað tiltölulega fljótt. Hann telji rétt að umboðsmaður fái svörin fyrst og því vilji hann ekki tjá sig um þau í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Halldór segist fagna þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að það séu engar forsendur til þess að hann hafi frumkvæði um athugun á hæfi hans til sölu á Búnaðarbankanum sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi farið fram á. Niðurstaðan komi honum ekki á óvart og ljóst sé að álit Ríkisendurskoðunar standi óhaggað frá því í vor um það að hann ekki verið vanhæfur til að fjalla um þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um einkavæðingu. Halldór segist vonast til þess að þetta verði til þess að stjórnarandstaðan grafi þá stríðsöxi sem hún hafi haft uppi í málinu og beini kröftunum að því að huga að málum til framtíðar. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að skýra betur eða setja ný lög um þessa hluti segir Halldór að alltaf megi gera betur í öllum málum. Farið hafi verið yfir málin að undanförnu í forsætisráðuneytinu, en núverandi reglur séu að verða 10 ára gamlar. Það sé ljóst að allir séu sammála um að einkavæðing Símans hafi tekist vel og þar hafi menn lært af því hvernig málin gengu í frumbernsku. Hann hafi ekki orðið var við neina gagnrýni í sambandi við einkavæðingu Símans en verið sé að fara yfir málin og umboðsmanni Alþingis verði svarað tiltölulega fljótt. Hann telji rétt að umboðsmaður fái svörin fyrst og því vilji hann ekki tjá sig um þau í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira