Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm 28. september 2005 00:01 Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira