Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug 28. september 2005 00:01 Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að Morgunblaðið hafi verið notað til að dreifa athygli manna frá aðalatriðum málsins, meðal annars með fréttaflutningi af gömlum málaferlum sem hafi verið samið um fyrir tveimur árum. Ekki náðist í Hrein í dag, en hann er staddur í London. Hann ræddi hins vegar við Ingu Lind Karlsdóttur og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun og var ómyrkur í máli, talaði um leynifundi og samsæri. En er ekki kæran í málinu aðalatriðið, en tildrög hennar aukaatriði? Hreinn segir kæruna auðvitað vera aðalatriði en hinsvegar hafi komið í ljós að kæran hafi ekki átt við rök að styðjast. Ýmsir aðrir lögmenn sem skoðað hafi málið séu sammála honum þar um. Morgunblaðið hefur upplýst að ráðinn var einkaspæjari til að fylgjast með Jóni Gerald Sullenberger á meðan á málaferlum stóð í Flórída. Hreinn segir ekkert óeðlilegt við það. Hann segir bandaríska lögmenn hafa annast um þann málarekstur og aðrar réttafarsreglur gilda þar ytra. Hann segir vel geta verið að lögmennirnir hafi fengið aðra aðila til að sinna gagnaöflun. Hann segir því gagnnrýni Styrmis Gunnarssonar beinast frekar að bandarísku réttarkerfi en Baugi. En ber Baugur að einhverju leyti ábyrgð á leka á einkatölvupósti fólks til Fréttablaðsins, sem er í eigu félagsins? Hreinn fullyrðir að svo sé alls ekki og vísar þeirri gagnrýni til föðurhúsana. Ekki er tiltekið í tilkynningunni hvaða ummæli Baugur telji að varði mögulega við meiðyrðalöggjöfina. Baugur er jafnframt að kanna hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á þætti einstaklinga í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og fleiri við að hrinda af stað þeirri atburðarás sem leiddi til að Baugsmálið er nú komið fyrir Hæstarétt. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að Morgunblaðið hafi verið notað til að dreifa athygli manna frá aðalatriðum málsins, meðal annars með fréttaflutningi af gömlum málaferlum sem hafi verið samið um fyrir tveimur árum. Ekki náðist í Hrein í dag, en hann er staddur í London. Hann ræddi hins vegar við Ingu Lind Karlsdóttur og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun og var ómyrkur í máli, talaði um leynifundi og samsæri. En er ekki kæran í málinu aðalatriðið, en tildrög hennar aukaatriði? Hreinn segir kæruna auðvitað vera aðalatriði en hinsvegar hafi komið í ljós að kæran hafi ekki átt við rök að styðjast. Ýmsir aðrir lögmenn sem skoðað hafi málið séu sammála honum þar um. Morgunblaðið hefur upplýst að ráðinn var einkaspæjari til að fylgjast með Jóni Gerald Sullenberger á meðan á málaferlum stóð í Flórída. Hreinn segir ekkert óeðlilegt við það. Hann segir bandaríska lögmenn hafa annast um þann málarekstur og aðrar réttafarsreglur gilda þar ytra. Hann segir vel geta verið að lögmennirnir hafi fengið aðra aðila til að sinna gagnaöflun. Hann segir því gagnnrýni Styrmis Gunnarssonar beinast frekar að bandarísku réttarkerfi en Baugi. En ber Baugur að einhverju leyti ábyrgð á leka á einkatölvupósti fólks til Fréttablaðsins, sem er í eigu félagsins? Hreinn fullyrðir að svo sé alls ekki og vísar þeirri gagnrýni til föðurhúsana. Ekki er tiltekið í tilkynningunni hvaða ummæli Baugur telji að varði mögulega við meiðyrðalöggjöfina. Baugur er jafnframt að kanna hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á þætti einstaklinga í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og fleiri við að hrinda af stað þeirri atburðarás sem leiddi til að Baugsmálið er nú komið fyrir Hæstarétt.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira