
Innlent
Kærir vegna tölvupósts
Jónína Benediktsdóttir hefur lagt fram kæru hjá lögreglu vegna þess að efni úr einkatölvupósti hennar hafi birst á síðum Fréttablaðsins. Egill Stephensen, saksóknari hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík segir ekki hafna sérstaka rannsókn sem snúi að Fréttablaðinu, en staðfestir að erindi hafi borist lögreglu frá Jónínu. "Erindið varðar meðferðina á þessum pósti og er til skoðunar hjá embættinu, en við lítum á það sem kæru og meðhöndlum sem slíkt," segir hann.