Efni og vog gerð upptæk
Við húsleit á heimili 22 ára gamals manns í Grafarholti í Reykjavík í vor fann lögregla nokkurt magn fíkniefna sem að hluta til voru talin ætluð til sölu. Mál mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni, en við leit heima hjá honum fundust tæp 12 grömm af amfetamíni, rúm 97 grömm af hassi, tæp 17 grömm af marijúana, 68 e-töflur og smáræði af tóbaksblönduðu hassi. Í ákæru kemur fram að krafist sé refsingar, auk upptöku á efnunum og nákvæmrar grammavogar sem notuð var við vigtun efnanna.