Baugur borgaði Jóni Gerald 27. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira