Sakir aðeins fyrndar að hluta 26. september 2005 00:01 "Ég hefði viljað sjá þetta mál rannsakað til fullnustu, enda óþolandi að hafa yfir höfði sér einhverjar óskilgreindar fyrndar sakir," segir Hrafnkell A. Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Austurlands. Hann hefur eftir starfsmanni efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að sakir á hendur stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins séu fyrndar, en það kom fram við skýrslutöku í lok ágúst. Rannsókn málsins heldur þó áfram hjá Ríkislögreglustjóra, en sakir í málinu munu ekki fyrndar nema að hluta. Þeir sem að kærunni standa hafa eftir yfirmanni rannsóknarinnar að fyrning nái til ábyrgðar stjórnarmanna, en ekki til mögulegra brota framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins. Þá munu ekki fyrndar sakir fyrrum stjórnarmanns í sjóðnum vegna aðildar á kaupum í fótboltafélaginu Stoke City í Englandi. Sjóðsfélagar lífeyrissjóðsins kærðu í apríl 2003 stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólögmæta meðferð á fjármunum hans. Hrafnkell segist alla tíð hafa litið svo á aðmálarekstur gegn stjórninni að minnsta kosti væri reistur á afskaplega veikum grunni, en telur mikilvægt að fá fram úrskurð um hversu langt eftirlitsskylda stjórnarmanna nái. "Er það þannig að stjórnarmenn eigi nánast að sitja á öxlinni á starfsmönnum sínum og passa upp á að þeir fari í öllu að lögum," segir hann og telur að ef til vill þurfi að gera auknar kröfur um sérþekkingu hjá þeim sem valdir eru til að sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Segja má að Lífeyrissjóður Austurlands hafi á þessum tíma ekki verið einn á báti í að veðja á rangan hest," segir hann um óarðbærar fjárfestingar og vísar til almenns þrýstings um að fjárfesta á arðbæran hátt. "En það breytir náttúrlega ekki því að fjárfestingar voru að minnsta kosti að hluta til utan heimilda og um það snýst hugsanlegt ákæruefni á stjórnarmenn. Bæði hvort þeir vissu og að hve miklu leyti þeir gátu borði ábyrgð á að sú leið var farin." Kæra sjóðsfélaga Lífeyrissjóðs Austurlands 10. apríl 2003 og framhaldsákæra 16. júní sama ár: Krafist var rannsóknar á Lánveitingum sjóðsins til Handsals hf. upp á rúmar 80 milljónir króna án veða, kaupa á hluta fé í óskráðu hlutafélagi, Stoke City Holding SA fyrir 56 milljónir króna árið 1999 á sama tíma og sjóðurinn átti meira fé í óskráðum félögum en lög leyfðu. Óskað var rannsóknar á stofnun framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins á einkahlutafélaginu Dvergunum sjö, sem höndla átti með hlutabréf og önnur veðbréf. Kaup á 40 milljón króna skuldabréfi frá Burnham International sem gerð voru án vitundar stjórnar, lánveitingar upp á 2,2 milljónir króna umfram heimild til fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins og tvö lán upp á samtals 50 milljónir króna til félagsins Ísoldar ehf. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
"Ég hefði viljað sjá þetta mál rannsakað til fullnustu, enda óþolandi að hafa yfir höfði sér einhverjar óskilgreindar fyrndar sakir," segir Hrafnkell A. Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Austurlands. Hann hefur eftir starfsmanni efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að sakir á hendur stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins séu fyrndar, en það kom fram við skýrslutöku í lok ágúst. Rannsókn málsins heldur þó áfram hjá Ríkislögreglustjóra, en sakir í málinu munu ekki fyrndar nema að hluta. Þeir sem að kærunni standa hafa eftir yfirmanni rannsóknarinnar að fyrning nái til ábyrgðar stjórnarmanna, en ekki til mögulegra brota framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins. Þá munu ekki fyrndar sakir fyrrum stjórnarmanns í sjóðnum vegna aðildar á kaupum í fótboltafélaginu Stoke City í Englandi. Sjóðsfélagar lífeyrissjóðsins kærðu í apríl 2003 stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólögmæta meðferð á fjármunum hans. Hrafnkell segist alla tíð hafa litið svo á aðmálarekstur gegn stjórninni að minnsta kosti væri reistur á afskaplega veikum grunni, en telur mikilvægt að fá fram úrskurð um hversu langt eftirlitsskylda stjórnarmanna nái. "Er það þannig að stjórnarmenn eigi nánast að sitja á öxlinni á starfsmönnum sínum og passa upp á að þeir fari í öllu að lögum," segir hann og telur að ef til vill þurfi að gera auknar kröfur um sérþekkingu hjá þeim sem valdir eru til að sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Segja má að Lífeyrissjóður Austurlands hafi á þessum tíma ekki verið einn á báti í að veðja á rangan hest," segir hann um óarðbærar fjárfestingar og vísar til almenns þrýstings um að fjárfesta á arðbæran hátt. "En það breytir náttúrlega ekki því að fjárfestingar voru að minnsta kosti að hluta til utan heimilda og um það snýst hugsanlegt ákæruefni á stjórnarmenn. Bæði hvort þeir vissu og að hve miklu leyti þeir gátu borði ábyrgð á að sú leið var farin." Kæra sjóðsfélaga Lífeyrissjóðs Austurlands 10. apríl 2003 og framhaldsákæra 16. júní sama ár: Krafist var rannsóknar á Lánveitingum sjóðsins til Handsals hf. upp á rúmar 80 milljónir króna án veða, kaupa á hluta fé í óskráðu hlutafélagi, Stoke City Holding SA fyrir 56 milljónir króna árið 1999 á sama tíma og sjóðurinn átti meira fé í óskráðum félögum en lög leyfðu. Óskað var rannsóknar á stofnun framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins á einkahlutafélaginu Dvergunum sjö, sem höndla átti með hlutabréf og önnur veðbréf. Kaup á 40 milljón króna skuldabréfi frá Burnham International sem gerð voru án vitundar stjórnar, lánveitingar upp á 2,2 milljónir króna umfram heimild til fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins og tvö lán upp á samtals 50 milljónir króna til félagsins Ísoldar ehf.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent