Jón Gerald hafnaði viðtali 25. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira