Jón Steinar sendir áfram gögn 25. september 2005 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson, þá hæstaréttarlögmaður, sendi Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, afrit af fjölmörgum gögnum er vörðuðu mál skjólstæðings síns, Jóns Geralds Sullenberger, án samþykkis eða vitundar hans. Gögnin vörðuðu mál Jóns Geralds gegn Baugi og sendi Jón Steinar þau til Styrmis eftir að Jón Steinar hafði formlega tekið að sér mál Jóns Geralds. Í siðareglum Lögmannafélags Íslands segir að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar eða lagaboðs láta óviðkomandi aðilum í té gögn sem lögmaður hafi fengið um skjólstæðing sinn nema að beiðni skjólstæðingsins. Um er að ræða tölvupósta sem innihéldu samskipti Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hjá Baugi og snerust um uppgjör á viðskiptum þeirra og greiðslur vegna bátsins Thee Viking. Samkvæmt tölvupóstum sem Fréttablaðið hefur undir höndum áframsendi Jón Gerald þessa tölvupósta til lögmanns síns hinn 20. júní 2002, um sex vikum áður en kæra hans gegn Baugi var lögð fram. Hinn 6. júlí áframsendi Jón Steinar tölvupóstana til ritstjóra Morgunblaðsins án nokkurra athugasemda af sinni hálfu. Jón Gerald segist aðspurður ekki kannast við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til að senda ritstjóra Morgunblaðsins afrit af gögnum í máli sínu, né að hann hafi vitað af því að lögmaður hans sendi gögn í málinu til þriðja aðila. "Ég treysti Jóni Steinari fullkomlega fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug í mínu máli," segir Jón Gerald. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að leita réttar síns varðandi hugsanlegt brot Jóns Steinar á trúnaði við skjólstæðing. Jón Steinar var spurður um það hvort það væru eðlileg vinnubrögð lögmanna að senda gögn frá umbjóðanda sínum til þriðja aðila án vitundar eða leyfis skjólstæðings síns. "Ég hef ekki gert neitt í lögmannsstarfi mínu fyrir Jón Gerald nema með samþykki hans eða samkvæmt hans óskum," sagði Jón Steinar. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, þá hæstaréttarlögmaður, sendi Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, afrit af fjölmörgum gögnum er vörðuðu mál skjólstæðings síns, Jóns Geralds Sullenberger, án samþykkis eða vitundar hans. Gögnin vörðuðu mál Jóns Geralds gegn Baugi og sendi Jón Steinar þau til Styrmis eftir að Jón Steinar hafði formlega tekið að sér mál Jóns Geralds. Í siðareglum Lögmannafélags Íslands segir að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar eða lagaboðs láta óviðkomandi aðilum í té gögn sem lögmaður hafi fengið um skjólstæðing sinn nema að beiðni skjólstæðingsins. Um er að ræða tölvupósta sem innihéldu samskipti Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hjá Baugi og snerust um uppgjör á viðskiptum þeirra og greiðslur vegna bátsins Thee Viking. Samkvæmt tölvupóstum sem Fréttablaðið hefur undir höndum áframsendi Jón Gerald þessa tölvupósta til lögmanns síns hinn 20. júní 2002, um sex vikum áður en kæra hans gegn Baugi var lögð fram. Hinn 6. júlí áframsendi Jón Steinar tölvupóstana til ritstjóra Morgunblaðsins án nokkurra athugasemda af sinni hálfu. Jón Gerald segist aðspurður ekki kannast við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til að senda ritstjóra Morgunblaðsins afrit af gögnum í máli sínu, né að hann hafi vitað af því að lögmaður hans sendi gögn í málinu til þriðja aðila. "Ég treysti Jóni Steinari fullkomlega fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug í mínu máli," segir Jón Gerald. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að leita réttar síns varðandi hugsanlegt brot Jóns Steinar á trúnaði við skjólstæðing. Jón Steinar var spurður um það hvort það væru eðlileg vinnubrögð lögmanna að senda gögn frá umbjóðanda sínum til þriðja aðila án vitundar eða leyfis skjólstæðings síns. "Ég hef ekki gert neitt í lögmannsstarfi mínu fyrir Jón Gerald nema með samþykki hans eða samkvæmt hans óskum," sagði Jón Steinar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira