Jón Steinar sendir áfram gögn 25. september 2005 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson, þá hæstaréttarlögmaður, sendi Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, afrit af fjölmörgum gögnum er vörðuðu mál skjólstæðings síns, Jóns Geralds Sullenberger, án samþykkis eða vitundar hans. Gögnin vörðuðu mál Jóns Geralds gegn Baugi og sendi Jón Steinar þau til Styrmis eftir að Jón Steinar hafði formlega tekið að sér mál Jóns Geralds. Í siðareglum Lögmannafélags Íslands segir að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar eða lagaboðs láta óviðkomandi aðilum í té gögn sem lögmaður hafi fengið um skjólstæðing sinn nema að beiðni skjólstæðingsins. Um er að ræða tölvupósta sem innihéldu samskipti Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hjá Baugi og snerust um uppgjör á viðskiptum þeirra og greiðslur vegna bátsins Thee Viking. Samkvæmt tölvupóstum sem Fréttablaðið hefur undir höndum áframsendi Jón Gerald þessa tölvupósta til lögmanns síns hinn 20. júní 2002, um sex vikum áður en kæra hans gegn Baugi var lögð fram. Hinn 6. júlí áframsendi Jón Steinar tölvupóstana til ritstjóra Morgunblaðsins án nokkurra athugasemda af sinni hálfu. Jón Gerald segist aðspurður ekki kannast við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til að senda ritstjóra Morgunblaðsins afrit af gögnum í máli sínu, né að hann hafi vitað af því að lögmaður hans sendi gögn í málinu til þriðja aðila. "Ég treysti Jóni Steinari fullkomlega fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug í mínu máli," segir Jón Gerald. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að leita réttar síns varðandi hugsanlegt brot Jóns Steinar á trúnaði við skjólstæðing. Jón Steinar var spurður um það hvort það væru eðlileg vinnubrögð lögmanna að senda gögn frá umbjóðanda sínum til þriðja aðila án vitundar eða leyfis skjólstæðings síns. "Ég hef ekki gert neitt í lögmannsstarfi mínu fyrir Jón Gerald nema með samþykki hans eða samkvæmt hans óskum," sagði Jón Steinar. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, þá hæstaréttarlögmaður, sendi Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, afrit af fjölmörgum gögnum er vörðuðu mál skjólstæðings síns, Jóns Geralds Sullenberger, án samþykkis eða vitundar hans. Gögnin vörðuðu mál Jóns Geralds gegn Baugi og sendi Jón Steinar þau til Styrmis eftir að Jón Steinar hafði formlega tekið að sér mál Jóns Geralds. Í siðareglum Lögmannafélags Íslands segir að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar eða lagaboðs láta óviðkomandi aðilum í té gögn sem lögmaður hafi fengið um skjólstæðing sinn nema að beiðni skjólstæðingsins. Um er að ræða tölvupósta sem innihéldu samskipti Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hjá Baugi og snerust um uppgjör á viðskiptum þeirra og greiðslur vegna bátsins Thee Viking. Samkvæmt tölvupóstum sem Fréttablaðið hefur undir höndum áframsendi Jón Gerald þessa tölvupósta til lögmanns síns hinn 20. júní 2002, um sex vikum áður en kæra hans gegn Baugi var lögð fram. Hinn 6. júlí áframsendi Jón Steinar tölvupóstana til ritstjóra Morgunblaðsins án nokkurra athugasemda af sinni hálfu. Jón Gerald segist aðspurður ekki kannast við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til að senda ritstjóra Morgunblaðsins afrit af gögnum í máli sínu, né að hann hafi vitað af því að lögmaður hans sendi gögn í málinu til þriðja aðila. "Ég treysti Jóni Steinari fullkomlega fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug í mínu máli," segir Jón Gerald. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að leita réttar síns varðandi hugsanlegt brot Jóns Steinar á trúnaði við skjólstæðing. Jón Steinar var spurður um það hvort það væru eðlileg vinnubrögð lögmanna að senda gögn frá umbjóðanda sínum til þriðja aðila án vitundar eða leyfis skjólstæðings síns. "Ég hef ekki gert neitt í lögmannsstarfi mínu fyrir Jón Gerald nema með samþykki hans eða samkvæmt hans óskum," sagði Jón Steinar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira