Skiptir engu fyrir framvinduna 24. september 2005 00:01 Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni, en orð hennar um að rannsókn málsins hafi farið fram í ákveðnu pólitísku andrúmslofti féllu ekki í góðan jarðveg hjá lögreglunni. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessar upplýsingar breyti ekki neinu fyrir lögregluna. Það sé gerður stór greinarmunur á opinberri rannsókn og aðdraganda þess að kæra berist. Hann segir lögregluna ekki hafa haft nokkra vitneskju um þennan aðdraganda, en þegar kæra berist til lögreglu þá hefjist einfaldlega hefðbundin vinnubrögð við að meta gögnin. Þingmenn og aðrir megi ræða um og hafa skoðanir á því í hvernig andrúmslofti kæra verði til, en þeir eigi ekki að skipta sér af meðferð sakamála eftir að rannsókn er hafin - dómstólarnir muni vega og meta hvernig hún var. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um málið og svara því hvort honum hefði verið kunnugt um að framkvæmdastjóri flokksins, ritstjóri Morgunblaðsins og Jón Steinar Gunnlaugsson, allt menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Baugi. Það vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heldur ekki en hún vakti reiði starfsmanna efnahagsbrotadeildar með ummælum sínum um að rætur Baugsmálsins lægju í tilteknu pólitísku andrúmslofti sem hefði verið skapað. Ingibjörg sagðist vilja bíða eftir því að öll gögn hefðu komið fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á ítarlegri fréttum af þessum fundahöldum og tildrögum kærunnar í Fréttablaðinu á morgun. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni, en orð hennar um að rannsókn málsins hafi farið fram í ákveðnu pólitísku andrúmslofti féllu ekki í góðan jarðveg hjá lögreglunni. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessar upplýsingar breyti ekki neinu fyrir lögregluna. Það sé gerður stór greinarmunur á opinberri rannsókn og aðdraganda þess að kæra berist. Hann segir lögregluna ekki hafa haft nokkra vitneskju um þennan aðdraganda, en þegar kæra berist til lögreglu þá hefjist einfaldlega hefðbundin vinnubrögð við að meta gögnin. Þingmenn og aðrir megi ræða um og hafa skoðanir á því í hvernig andrúmslofti kæra verði til, en þeir eigi ekki að skipta sér af meðferð sakamála eftir að rannsókn er hafin - dómstólarnir muni vega og meta hvernig hún var. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um málið og svara því hvort honum hefði verið kunnugt um að framkvæmdastjóri flokksins, ritstjóri Morgunblaðsins og Jón Steinar Gunnlaugsson, allt menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Baugi. Það vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heldur ekki en hún vakti reiði starfsmanna efnahagsbrotadeildar með ummælum sínum um að rætur Baugsmálsins lægju í tilteknu pólitísku andrúmslofti sem hefði verið skapað. Ingibjörg sagðist vilja bíða eftir því að öll gögn hefðu komið fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á ítarlegri fréttum af þessum fundahöldum og tildrögum kærunnar í Fréttablaðinu á morgun.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira