Ræningjar gripnir á tíu mínútum 22. september 2005 00:01 Tveir menn vopnaðir hnífum rændu Laugarnesapótek við Kirkjuteig í Reykjavík eftir hádegið í gær. Mennirnir, sem huldu andlit sitt með hettum, ruddust inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki, án þess þó að meiða nokkurn og höfðu á brott með sér bæði bæði peninga og lyf. Lögregla handtók mennina við ránsstaðinn og í framhaldinu þann þriðja sem reyndi að komast undan á bíl. "Tíu mínútur liðu frá því að við fengum tilkynningu um ránið og þar til búið var að handtaka alla mennina," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en tilkynning barst um ránið eina mínútu fyrir tvö. "Þeir voru með einhver lyf og svo peninga sem þeir reyndar misstu frá sér að mestu á hlaupunum," segir Hörður, en að sögn vitna naut lögregla aðstoðar iðnaðarmanna sem tafið höfðu för ræningjanna. Mennirnir, einn á fertugsaldri og tveir nálægt þrítugu, verða yfirheyrðir í kvöld og á morgun. Hörður segir þá alla hafa komist í kast við lögin áður en í mismiklum mæli þó. Sá yngsti í hópnum, 27 ára, var viðriðinn sams konar rán í apóteki í júní og bíður dóms vegna þess. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Tveir menn vopnaðir hnífum rændu Laugarnesapótek við Kirkjuteig í Reykjavík eftir hádegið í gær. Mennirnir, sem huldu andlit sitt með hettum, ruddust inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki, án þess þó að meiða nokkurn og höfðu á brott með sér bæði bæði peninga og lyf. Lögregla handtók mennina við ránsstaðinn og í framhaldinu þann þriðja sem reyndi að komast undan á bíl. "Tíu mínútur liðu frá því að við fengum tilkynningu um ránið og þar til búið var að handtaka alla mennina," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en tilkynning barst um ránið eina mínútu fyrir tvö. "Þeir voru með einhver lyf og svo peninga sem þeir reyndar misstu frá sér að mestu á hlaupunum," segir Hörður, en að sögn vitna naut lögregla aðstoðar iðnaðarmanna sem tafið höfðu för ræningjanna. Mennirnir, einn á fertugsaldri og tveir nálægt þrítugu, verða yfirheyrðir í kvöld og á morgun. Hörður segir þá alla hafa komist í kast við lögin áður en í mismiklum mæli þó. Sá yngsti í hópnum, 27 ára, var viðriðinn sams konar rán í apóteki í júní og bíður dóms vegna þess.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira