Er Baugsmálið dautt? 21. september 2005 00:01 Lögspekingar og áhugafólk velta því fyrir sér nú hvað verði um Baugsmálið ef Hæstiréttur dæmir á sama veg og héraðsdómur og vísar ákærunum í Baugsmálinu frá dómi í heild sinni. Þeir hinir sömu eru að meira eða minna leyti sammála um að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem vísaði málinu öllu frá en ekki að hluta, sé meiriháttar áfall fyrir embætti Ríkislögreglustjóra og saksóknara. Fljótt á litið getur Hæstiréttur staðfest úrskurð héraðsdóms og þar með væri málinu endanlega vísað frá dómi í núverandi búningi. Lögfræðingar, þeirra á meðal Eiríkur Tómasson prófessor og fleiri, hafa bent á að ekket banni að aftur verði ákært. Í úrskurðinum frá því á þriðjudag hefur verið staldrað við það álit dómaranna í undirrétti að verknaðarlýsing á meintum brotum sakborninga í Baugsmálinu væru ófullnægjandi af hálfu ákæranda. Í þessu sambandi er athyglisvert að skoða dóm Hæstaréttar sama dag í máli Auðar Sveinsdóttur Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um meint brot á höfundarrétti gegn Halldóri Laxness. Undirréttur hafði vísað málinu frá og Auður skaut því til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli segir að enda þótt fallist verði á með héraðsdómara að í stefnu sé lýsing málsástæðna ágripskennd sé þess að gæta að krafa Auðar sé einkarefsikrafa. Verði í því ljósi að telja Auði hafa sett fram nægilega skýrt í hverju ætluð brot Hannesar Hólmsteins felist að hennar mati, en hafa verði í huga að ekki séu gerðar sömu kröfur um framsetningu stefnu í einkarefsimáli og gerðar séu til ákæru í opinberu máli samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Af þessum sökum þykir dómurum ekki næg efni til að vísa frá dómi refsikröfu Auðar enda verði ekki fallist á með Hannesi Hólmsteini að ætlaður óskýrleiki í kröfugerð Auðar sé þess eðlis að hann fái ekki tekið til varna með eðlilegum hætti. Með ofangreindum hætti tók Hæstiréttur sérstaklega fram - sama dag og Baugsmálið var til úrskurðar í Héraðsdómi Reykjavíkur - að ríkari kröfur séu gerðar í opinberu máli - eins og Baugsmálinu - en einkarefsimáli Auðar Laxenss gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Baugsmálinu hefur einnig verið líkt við Hafskipsmálið fyrir 20 árum. Saksóknari í málinu var í Hæstarétti dæmdur vanhæfur til að sækja málið. Það tengdist meðal annars Útvegsbankanum sáluga en þar sat bróðir hans í bankaráði. Dómstólar létu ákæranda ekki í té neinar leiðbeiningar um það hvernig bæta eða breyta mætti ákærunum. Í Baugsmálinu neyddust dómararnir til þess að vekja athygli ákæranda á að verknaðarlýsingar á meintum brotum væru ófullnægjandi í 18 af 40 ákærum. Því má segja að í Baugsmálinu hafi dómstóllinn með þeim hætti gefið ákæranda leiðbeiningar eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur þráfaldlega bent á. Það sem skiptir ekki minna máli er ef til vill það að frá því dæmt var í Hafskipsmálinu hafa Íslendingar lögleitt Mannréttindasáttmála Evrópu og breytt mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Í 70. grein stjórnarskrárinnar er nú kveðið á um að öllum beri réttlát málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum. Í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er algerlega sambærilegt ákvæði um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma frammi fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Fari svo að Hæstiréttur staðfesti úrskurð undirréttar og Baugsmálinu verði endanlega vísað frá gæti saksóknari ákært á nýjan leik. Málið yrði sett í nýjan búning. En yrði það rannsakað á ný? Yrðu settar fram aðrar eða nýjar ákærur? Hvað um nýja húsleit? Ef nýjar ákærur koma aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur verða dómarar í það skipti að fletta upp í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Og þann dag gætu hæglega verið fjögur ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi. Og ákæranda væri einnig í raun gefið annað tækifæri til að lagfæra ákærur að kröfum dómstólanna. Yrði þetta dæmi um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum í skilningi stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu? Baugsmálið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Lögspekingar og áhugafólk velta því fyrir sér nú hvað verði um Baugsmálið ef Hæstiréttur dæmir á sama veg og héraðsdómur og vísar ákærunum í Baugsmálinu frá dómi í heild sinni. Þeir hinir sömu eru að meira eða minna leyti sammála um að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem vísaði málinu öllu frá en ekki að hluta, sé meiriháttar áfall fyrir embætti Ríkislögreglustjóra og saksóknara. Fljótt á litið getur Hæstiréttur staðfest úrskurð héraðsdóms og þar með væri málinu endanlega vísað frá dómi í núverandi búningi. Lögfræðingar, þeirra á meðal Eiríkur Tómasson prófessor og fleiri, hafa bent á að ekket banni að aftur verði ákært. Í úrskurðinum frá því á þriðjudag hefur verið staldrað við það álit dómaranna í undirrétti að verknaðarlýsing á meintum brotum sakborninga í Baugsmálinu væru ófullnægjandi af hálfu ákæranda. Í þessu sambandi er athyglisvert að skoða dóm Hæstaréttar sama dag í máli Auðar Sveinsdóttur Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um meint brot á höfundarrétti gegn Halldóri Laxness. Undirréttur hafði vísað málinu frá og Auður skaut því til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli segir að enda þótt fallist verði á með héraðsdómara að í stefnu sé lýsing málsástæðna ágripskennd sé þess að gæta að krafa Auðar sé einkarefsikrafa. Verði í því ljósi að telja Auði hafa sett fram nægilega skýrt í hverju ætluð brot Hannesar Hólmsteins felist að hennar mati, en hafa verði í huga að ekki séu gerðar sömu kröfur um framsetningu stefnu í einkarefsimáli og gerðar séu til ákæru í opinberu máli samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Af þessum sökum þykir dómurum ekki næg efni til að vísa frá dómi refsikröfu Auðar enda verði ekki fallist á með Hannesi Hólmsteini að ætlaður óskýrleiki í kröfugerð Auðar sé þess eðlis að hann fái ekki tekið til varna með eðlilegum hætti. Með ofangreindum hætti tók Hæstiréttur sérstaklega fram - sama dag og Baugsmálið var til úrskurðar í Héraðsdómi Reykjavíkur - að ríkari kröfur séu gerðar í opinberu máli - eins og Baugsmálinu - en einkarefsimáli Auðar Laxenss gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Baugsmálinu hefur einnig verið líkt við Hafskipsmálið fyrir 20 árum. Saksóknari í málinu var í Hæstarétti dæmdur vanhæfur til að sækja málið. Það tengdist meðal annars Útvegsbankanum sáluga en þar sat bróðir hans í bankaráði. Dómstólar létu ákæranda ekki í té neinar leiðbeiningar um það hvernig bæta eða breyta mætti ákærunum. Í Baugsmálinu neyddust dómararnir til þess að vekja athygli ákæranda á að verknaðarlýsingar á meintum brotum væru ófullnægjandi í 18 af 40 ákærum. Því má segja að í Baugsmálinu hafi dómstóllinn með þeim hætti gefið ákæranda leiðbeiningar eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur þráfaldlega bent á. Það sem skiptir ekki minna máli er ef til vill það að frá því dæmt var í Hafskipsmálinu hafa Íslendingar lögleitt Mannréttindasáttmála Evrópu og breytt mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Í 70. grein stjórnarskrárinnar er nú kveðið á um að öllum beri réttlát málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum. Í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er algerlega sambærilegt ákvæði um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma frammi fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Fari svo að Hæstiréttur staðfesti úrskurð undirréttar og Baugsmálinu verði endanlega vísað frá gæti saksóknari ákært á nýjan leik. Málið yrði sett í nýjan búning. En yrði það rannsakað á ný? Yrðu settar fram aðrar eða nýjar ákærur? Hvað um nýja húsleit? Ef nýjar ákærur koma aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur verða dómarar í það skipti að fletta upp í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Og þann dag gætu hæglega verið fjögur ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi. Og ákæranda væri einnig í raun gefið annað tækifæri til að lagfæra ákærur að kröfum dómstólanna. Yrði þetta dæmi um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum í skilningi stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu?
Baugsmálið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira