Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi 21. september 2005 00:01 Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Hann gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, sem enn segist þeirrar skoðunar að rætur Baugsmálsins liggi meðal annars í andrúmslofti sem ráðamenn hafi átt þátt í að skapa. Arnar segir gagnrýni af hálfu sakborninga og verjenda eðlilega og ekki við öðru að búast. "En við gerum mikinn greinarmun á því þegar aftur einhverjir ráðamenn eru farnir að hoppa upp í þann vagn. Sérstaklega þegar fram koma órökstuddar dylgjur um að við séum handbendi spilltra stjórnmálamanna í svona stóru og alvarlegu máli. Undir því finnst okkur óþolandi að sitja," segir Arnar. "Að sjálfsögðu er mjög slæmt að leggja fram ákæru sem dómarar telja gallaða, en verður þó að skoða í því samhengi að saksóknari skrifar ákæruna meðvitað á ákveðinn hátt og lætur reyna á fyrir dómi. Þarna eru saksóknarinn og dómarinn bara ósammála," segir hann og telur mikilvægt að bíða úrskurðar Hæstaréttar:"Vandinn felst kannski í að reynt var að gera þremur tegundum brota skil í einni verknaðarlýsingu." Arnar segist ekki geta svarað hvað verði, taki Hæstiréttur undir með héraðsdómi. "Saksóknari ákveður það, en ég tel hann nú hafa gefið í skyn, að ákærur verði gefnar út að nýju." Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Hann gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, sem enn segist þeirrar skoðunar að rætur Baugsmálsins liggi meðal annars í andrúmslofti sem ráðamenn hafi átt þátt í að skapa. Arnar segir gagnrýni af hálfu sakborninga og verjenda eðlilega og ekki við öðru að búast. "En við gerum mikinn greinarmun á því þegar aftur einhverjir ráðamenn eru farnir að hoppa upp í þann vagn. Sérstaklega þegar fram koma órökstuddar dylgjur um að við séum handbendi spilltra stjórnmálamanna í svona stóru og alvarlegu máli. Undir því finnst okkur óþolandi að sitja," segir Arnar. "Að sjálfsögðu er mjög slæmt að leggja fram ákæru sem dómarar telja gallaða, en verður þó að skoða í því samhengi að saksóknari skrifar ákæruna meðvitað á ákveðinn hátt og lætur reyna á fyrir dómi. Þarna eru saksóknarinn og dómarinn bara ósammála," segir hann og telur mikilvægt að bíða úrskurðar Hæstaréttar:"Vandinn felst kannski í að reynt var að gera þremur tegundum brota skil í einni verknaðarlýsingu." Arnar segist ekki geta svarað hvað verði, taki Hæstiréttur undir með héraðsdómi. "Saksóknari ákveður það, en ég tel hann nú hafa gefið í skyn, að ákærur verði gefnar út að nýju."
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira