Vill að æðstu menn segi af sér 21. september 2005 00:01 Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira