Tekinn á 155 km hraða

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í gær þýskan ferðamann eftir að hann hafði mælst á 155 kílómetra hraða á þjóðveginum. Hann taldi sig vera á hraðbraut og því eiga frítt spil, líkt og á þýsku „átóbönunum“ svokölluðu. Sá næsti sem gripinn var, eftir mælingu á 146 kílómetra hraða, átti þó að vita betur því hann var nýbúinn að taka bílpróf. Háar sektir bíða þeirra beggja.