Skortur hreinsunarstöðva skýringin 17. október 2005 23:43 Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk. Komið hafa fram tillögur að auka framleiðsluna um fimm hundruð þúsund föt á dag og einnig um að setja varabirgðir á markað til þess að ná verðinu niður. Olíumálaráðherrar ríkjanna segja hins vegar að þeim sé vandi á höndum því í raun sé enginn skortur á olíu. Það sem skorti sé olíuhreinsunarstöðvar. Tugum olíuhreinsunarstöðva var lokað á suðurströnd Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir og ljóst að margar þeirra hefja ekki vinnslu á næstunni. Olíumálaráðherrarnir spyrja því nokkuð eðlilega til hvers þeir eigi að vera að dæla upp meiri olíu, ef ekki er hægt að koma henni á markaðinn. Framleiðslan sé þegar meiri en nægileg til þess að mæta eftirspurn og varabirgðir séu nægar í flestum vestrænum ríkjum. Ráðherrarnir nefna sem dæmi að Bandaríkjastjórn hafi sett þrjátíu milljón tonn af hráolíu úr varabirgðum sínum á markað eftir Katrínu en ekki seldust nema ellefu milljón föt þar sem hreinsistöðvarnar gátu ekki tekið við meiru. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk. Komið hafa fram tillögur að auka framleiðsluna um fimm hundruð þúsund föt á dag og einnig um að setja varabirgðir á markað til þess að ná verðinu niður. Olíumálaráðherrar ríkjanna segja hins vegar að þeim sé vandi á höndum því í raun sé enginn skortur á olíu. Það sem skorti sé olíuhreinsunarstöðvar. Tugum olíuhreinsunarstöðva var lokað á suðurströnd Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir og ljóst að margar þeirra hefja ekki vinnslu á næstunni. Olíumálaráðherrarnir spyrja því nokkuð eðlilega til hvers þeir eigi að vera að dæla upp meiri olíu, ef ekki er hægt að koma henni á markaðinn. Framleiðslan sé þegar meiri en nægileg til þess að mæta eftirspurn og varabirgðir séu nægar í flestum vestrænum ríkjum. Ráðherrarnir nefna sem dæmi að Bandaríkjastjórn hafi sett þrjátíu milljón tonn af hráolíu úr varabirgðum sínum á markað eftir Katrínu en ekki seldust nema ellefu milljón föt þar sem hreinsistöðvarnar gátu ekki tekið við meiru.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira