Gleðina til vegs á ný 12. september 2005 00:01 Einhver einkennilegustu ummælin sem féllu í tilefni af þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar að hætta í stjórnmálum og láta skipa sig bankastjóra í Seðlabankanum komu úr penna nánasta samherja hans, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Björn skrifaði á vefsíðu sína að "gleðin væri horfin úr stjórnmálavafstrinu". En þessu er áreiðanlega alveg öfugt farið. Með brottför hins sterka og framkvæmdasama foringja og þrúgandi andrúmslofti sem slíkum fylgir er ástæða til að ætla að tími og tækifæri gleði og sköpunar séu á ný að renna upp í Sjálfstæðisflokknum, en ekki að kveðja. Sem stjórnmálamaður og prívatpersóna gat Davíð Oddsson verið skemmtilegur og hnyttinn í tilsvörum. Margir sóttust þess vegna eftir félagsskap hans. En hann var ekki beinlínis hugmyndaríkur. Hann hafði takmarkaðan áhuga á hugmyndum sem slíkum. Auk húmorsins fólst styrkur hans í framkvæmdasemi og stjórnfestu. Verkin sem hann hrinti í framkvæmd og halda munu nafni hans á lofti byggðu á hugmyndum annarra frá fyrri árum sem þá áttu erfitt uppdráttar. Tíundi áratugurinn er að þessu leyti svipaður viðreisnarárunum. Hugmyndirnar voru eldri en nú voru þær framkvæmdar. Þeir sem eru nógu gamlir til að muna síðustu ár viðreisnarinnar kannast líka við sömu tilfinningu í þjóðfélaginu á þeim tíma og á síðustu valdaárum Davíðs Oddssonar. Áttundi áratugurinn var eitthvert fjörlegasta skeiðið í sögu Sjálfstæðisflokknum á ofanverðri tuttugustu öldinni. Þetta var tíminn þegar menn eins og Friðrik Sophusson hrópuðu „Báknið burt" og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hóf frjálshyggjuna til vegs. Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins sýndi þessum hugmyndum skilning og velvilja, en tími athafnanna rann ekki upp að fullu fyrr en í tíð Davíðs Oddssonar. Landsfundir sjálfstæðismanna hafa nú í hálfan annan áratug verið sorglegar samkomur hugmyndalegrar deyfðar. Átök á fundum hafa oftast snúist um þrönga fjárhagslega hagsmuni, svo sem ófrjótt karp sægreifa og smábátamanna eða bændaforystu og neytenda. Vel má vera að komandi landsfundur verði sama marki brenndur. En hann þarf ekki að vera það. Þingfulltrúar hafa málfrelsi, tillögurétt og atkvæði. Þeir geta látið til sín taka án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum. Vel má vera að andstæðingar sjálfstæðismanna vonist eftir átökum á landsfundinum sem skaði flokkinn. Enginn þarf að vera hissa á því. Þannig er pólitíkin. En til lengri tíma litið eru átök um hugmyndir, um markmið og leiðir í stjórnmálum, hverjum stjórnmálaflokki holl. Það getur því alveg farið saman að vera dyggur og traustur sjálfstæðismaður og vilja flokknum vel og að vonast eftir því að allt fari "upp í háa loft" á næsta landsfundi sjálfstæðismanna. Fyrir handvömm birtist nafn Kára Jónassonar ritstjóra með þessum skrifum í Fréttablaðinu 12. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Einhver einkennilegustu ummælin sem féllu í tilefni af þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar að hætta í stjórnmálum og láta skipa sig bankastjóra í Seðlabankanum komu úr penna nánasta samherja hans, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Björn skrifaði á vefsíðu sína að "gleðin væri horfin úr stjórnmálavafstrinu". En þessu er áreiðanlega alveg öfugt farið. Með brottför hins sterka og framkvæmdasama foringja og þrúgandi andrúmslofti sem slíkum fylgir er ástæða til að ætla að tími og tækifæri gleði og sköpunar séu á ný að renna upp í Sjálfstæðisflokknum, en ekki að kveðja. Sem stjórnmálamaður og prívatpersóna gat Davíð Oddsson verið skemmtilegur og hnyttinn í tilsvörum. Margir sóttust þess vegna eftir félagsskap hans. En hann var ekki beinlínis hugmyndaríkur. Hann hafði takmarkaðan áhuga á hugmyndum sem slíkum. Auk húmorsins fólst styrkur hans í framkvæmdasemi og stjórnfestu. Verkin sem hann hrinti í framkvæmd og halda munu nafni hans á lofti byggðu á hugmyndum annarra frá fyrri árum sem þá áttu erfitt uppdráttar. Tíundi áratugurinn er að þessu leyti svipaður viðreisnarárunum. Hugmyndirnar voru eldri en nú voru þær framkvæmdar. Þeir sem eru nógu gamlir til að muna síðustu ár viðreisnarinnar kannast líka við sömu tilfinningu í þjóðfélaginu á þeim tíma og á síðustu valdaárum Davíðs Oddssonar. Áttundi áratugurinn var eitthvert fjörlegasta skeiðið í sögu Sjálfstæðisflokknum á ofanverðri tuttugustu öldinni. Þetta var tíminn þegar menn eins og Friðrik Sophusson hrópuðu „Báknið burt" og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hóf frjálshyggjuna til vegs. Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins sýndi þessum hugmyndum skilning og velvilja, en tími athafnanna rann ekki upp að fullu fyrr en í tíð Davíðs Oddssonar. Landsfundir sjálfstæðismanna hafa nú í hálfan annan áratug verið sorglegar samkomur hugmyndalegrar deyfðar. Átök á fundum hafa oftast snúist um þrönga fjárhagslega hagsmuni, svo sem ófrjótt karp sægreifa og smábátamanna eða bændaforystu og neytenda. Vel má vera að komandi landsfundur verði sama marki brenndur. En hann þarf ekki að vera það. Þingfulltrúar hafa málfrelsi, tillögurétt og atkvæði. Þeir geta látið til sín taka án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum. Vel má vera að andstæðingar sjálfstæðismanna vonist eftir átökum á landsfundinum sem skaði flokkinn. Enginn þarf að vera hissa á því. Þannig er pólitíkin. En til lengri tíma litið eru átök um hugmyndir, um markmið og leiðir í stjórnmálum, hverjum stjórnmálaflokki holl. Það getur því alveg farið saman að vera dyggur og traustur sjálfstæðismaður og vilja flokknum vel og að vonast eftir því að allt fari "upp í háa loft" á næsta landsfundi sjálfstæðismanna. Fyrir handvömm birtist nafn Kára Jónassonar ritstjóra með þessum skrifum í Fréttablaðinu 12. september.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun