Geðlæknar mæla með öryggisvistun 7. september 2005 00:01 Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira