Lögregla lýsir eftir Frakka
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Christian Aballea frá Frakklandi. Christian hafði síðast samband við franska sendiráðið þann 23. ágúst sl. og ætlaði þá að fara í Landmannalaugar. Engar spurnir hafa verið af honum síðan og ekki er vitað hvar Christian var þegar hann hringdi. Hann er 175 sm á hæð, grannvaxinn, skolhærður með brún augu. Ekki er vitað um klæðaburð. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Christians frá 23 ágúst sl. eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000.