Íkveikjumál erfiðari öðrum 5. september 2005 00:01 Frá því um helgina hafa orðið að minnsta kosti fimm brunar í Reykjavík og rökstuddur grunum um íkveikju í fjórum þeirra. Ekki er hægt að útiloka aðkomu brennuvargs eða brennuvarga, segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Á Fiskislóð bendir margt til þess að kveikt hafi verið í. Að minnsta kosti var það svo í fyrra skiptið að farið var þar inn og kveikt í bíl. Nú í Melabúðinni voru upptök eldsins í kyndikompu þar sem geymdir eru pappakassar og langlíklegast að einhver hafi kveikt í þeim. Þar var hinsvegar lítil hætta því eldurinn var afmarkaður við kompuna. Svo var maður handtekinn grunaður um að kveikja í rusli í porti fyrir utan Pravda, en hann var tekinn dauðadrukkinn um það leyti og það mál í skoðun," segir Hörður, en bætir við að sá hafi verið í haldi lögreglu í gærmorgun þegar kviknaði í öðru sinni á sama stað á Fiskislóð. "Svo var líka bruni á Freyjugötu, en þar var um að ræða bilun í heimilistæki, en vissulega þarf að skoða þetta Fiskislóðarmál eitthvað. Þar er engin starfsemi og engin sérstök ástæða fyrir einhvern að vera ráðast þar inn." Brennuvargar á ferð Hörður segir sammerkt með eldsvoðunum við Fiskislóð, í Melabúðinni og við skemmtistaðinn Pravda að það séu mál sem öll komi upp seint að nóttu. "Þarna gæti einhver, eða einhverjir verið á ferðinni sem kalla mætti brennuvarga. Það er ekki hægt að útloka það, en við erum að byrja að skoða málin." Hörður segir rannsókn á íkveikjum um margt erfiðari en rannsókn annarra mála hjá lögreglu og komi þar aðallega tvennt til. "Í fyrsta lagi að sanna eldsupptökin. En það er bara ekki nóg, því jafnvel þótt menn komist að þeirri niðurstöðu að kveikt hafi verið í, þá þarf líka að finna út hver gæti hafa haft hag af íkveikjunni og hver gæti svo hafa gert það. Síðan þarf að sanna sjálfa íkveikjuna." Á honum er þó að skilja að menn vilji ekki útiloka að einhvern tímann upplýsist um gamlar íkveikjur. "Það voru nú sterkar grunsemdir á Laugaveginum og maður í gæsluvarðhaldi um tíma. Alveg eins var það svo með Fákafenið að þar tókst ekki með óyggjandi hætti að sýna fram á annan möguleika á eldsupptökum heldur en íkveikju. Það kom hins vegar aldrei botn í það hver það hefði getað verið, eða hvaða hagsmuni hann hefði getað haft af því að kveikja í þar," segir hann og vísar með orðum sínum til tveggja stórra bruna sem áttu sér stað árið 2002 og eru enn óupplýstir. Í báðum tilvikum komst lögregla að þeirri niðurstöðu að kveikt hafi verið í. Aðrir brunar óupplýstir Þá eru einnig óupplýstir stórir brunar úti á landi þar sem lögregla telur nokkuð ljóst að kveikt hafi verið í. Stærsta málið er trúlega Ísfélagsbruninn í Vestmannaeyjum í desemberbyrjun 2000. Þar nam tjón um milljarði króna og á þriðja tug manna yfirheyrðir án þess þó að nokkur hafi beinlínis verið grunaður um verknaðinn. Sömuleiðis hefur ekki verið upplýst um hver valdur var að eldsvoða í rækjuvinnslunni Strýtu á Akureyri í júníbyrjun 2001, en þar hljóp tjón á tugum milljóna króna. Rætt var um að unglingar kynnu að hafa kveikt í, en aldrei neitt sannað. Lögreglan á Akureyri sagði rannsókn málsins erfiða, þar sem hvorki hafi verið á vettvangi för sem gæfu vísbendingar um hver, eða hverjir gætu hafa verið þar á ferð, né heldur hafi verið nokkur vitni af atburðum. Á Blönduósi er svo enn óupplýstur bruni Votmúla, atvinnuhúsnæðis sem brann til kaldra kola aðfararnótt þriðjudagsins 28. september í fyrra. Ummerki á vettvangi bentu sterklega til þess að kveikt hafi verið í, en eldurinn kom upp í skilrúmi milli matvælaverksmiðjunnar Vilkó og pakkhúss kaupfélagsins. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að kveikifimum vökna hafði verið skvett upp um veggi hússins, en Votmúli brann nánast til kaldra kola. Tjón í þeim bruna var talið nema yfir hundrað milljónum króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Frá því um helgina hafa orðið að minnsta kosti fimm brunar í Reykjavík og rökstuddur grunum um íkveikju í fjórum þeirra. Ekki er hægt að útiloka aðkomu brennuvargs eða brennuvarga, segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Á Fiskislóð bendir margt til þess að kveikt hafi verið í. Að minnsta kosti var það svo í fyrra skiptið að farið var þar inn og kveikt í bíl. Nú í Melabúðinni voru upptök eldsins í kyndikompu þar sem geymdir eru pappakassar og langlíklegast að einhver hafi kveikt í þeim. Þar var hinsvegar lítil hætta því eldurinn var afmarkaður við kompuna. Svo var maður handtekinn grunaður um að kveikja í rusli í porti fyrir utan Pravda, en hann var tekinn dauðadrukkinn um það leyti og það mál í skoðun," segir Hörður, en bætir við að sá hafi verið í haldi lögreglu í gærmorgun þegar kviknaði í öðru sinni á sama stað á Fiskislóð. "Svo var líka bruni á Freyjugötu, en þar var um að ræða bilun í heimilistæki, en vissulega þarf að skoða þetta Fiskislóðarmál eitthvað. Þar er engin starfsemi og engin sérstök ástæða fyrir einhvern að vera ráðast þar inn." Brennuvargar á ferð Hörður segir sammerkt með eldsvoðunum við Fiskislóð, í Melabúðinni og við skemmtistaðinn Pravda að það séu mál sem öll komi upp seint að nóttu. "Þarna gæti einhver, eða einhverjir verið á ferðinni sem kalla mætti brennuvarga. Það er ekki hægt að útloka það, en við erum að byrja að skoða málin." Hörður segir rannsókn á íkveikjum um margt erfiðari en rannsókn annarra mála hjá lögreglu og komi þar aðallega tvennt til. "Í fyrsta lagi að sanna eldsupptökin. En það er bara ekki nóg, því jafnvel þótt menn komist að þeirri niðurstöðu að kveikt hafi verið í, þá þarf líka að finna út hver gæti hafa haft hag af íkveikjunni og hver gæti svo hafa gert það. Síðan þarf að sanna sjálfa íkveikjuna." Á honum er þó að skilja að menn vilji ekki útiloka að einhvern tímann upplýsist um gamlar íkveikjur. "Það voru nú sterkar grunsemdir á Laugaveginum og maður í gæsluvarðhaldi um tíma. Alveg eins var það svo með Fákafenið að þar tókst ekki með óyggjandi hætti að sýna fram á annan möguleika á eldsupptökum heldur en íkveikju. Það kom hins vegar aldrei botn í það hver það hefði getað verið, eða hvaða hagsmuni hann hefði getað haft af því að kveikja í þar," segir hann og vísar með orðum sínum til tveggja stórra bruna sem áttu sér stað árið 2002 og eru enn óupplýstir. Í báðum tilvikum komst lögregla að þeirri niðurstöðu að kveikt hafi verið í. Aðrir brunar óupplýstir Þá eru einnig óupplýstir stórir brunar úti á landi þar sem lögregla telur nokkuð ljóst að kveikt hafi verið í. Stærsta málið er trúlega Ísfélagsbruninn í Vestmannaeyjum í desemberbyrjun 2000. Þar nam tjón um milljarði króna og á þriðja tug manna yfirheyrðir án þess þó að nokkur hafi beinlínis verið grunaður um verknaðinn. Sömuleiðis hefur ekki verið upplýst um hver valdur var að eldsvoða í rækjuvinnslunni Strýtu á Akureyri í júníbyrjun 2001, en þar hljóp tjón á tugum milljóna króna. Rætt var um að unglingar kynnu að hafa kveikt í, en aldrei neitt sannað. Lögreglan á Akureyri sagði rannsókn málsins erfiða, þar sem hvorki hafi verið á vettvangi för sem gæfu vísbendingar um hver, eða hverjir gætu hafa verið þar á ferð, né heldur hafi verið nokkur vitni af atburðum. Á Blönduósi er svo enn óupplýstur bruni Votmúla, atvinnuhúsnæðis sem brann til kaldra kola aðfararnótt þriðjudagsins 28. september í fyrra. Ummerki á vettvangi bentu sterklega til þess að kveikt hafi verið í, en eldurinn kom upp í skilrúmi milli matvælaverksmiðjunnar Vilkó og pakkhúss kaupfélagsins. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að kveikifimum vökna hafði verið skvett upp um veggi hússins, en Votmúli brann nánast til kaldra kola. Tjón í þeim bruna var talið nema yfir hundrað milljónum króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira