Lögregla fann dóp á skemmtistað
Skemmtistaður á Selfossi var rýmdur eftir að lögregla fann þar fíkniefni og tól til neyslu þeirra við eftirlit aðfararnótt laugardags. Málið er til rannsóknar og efnin í greiningu, en að sögn lögreglu á Selfossi voru fáir inni á staðnum, starfsfólk og örfáir aðrir. Í greinargerð á lögregluvefnum kemur fram að starfsmenn skemmtistaðarins voru taldir eigiendur þeirra tóla til fíkniefnaneyslu sem fundust og því áleit lögregla nauðsynlegt að loka staðnum til að gera þar frekari leit.