Að virða skoðanir annarra 5. september 2005 00:01 Það er vandaverk að vera ósammála. En jafnframt afskaplega mikilvægt. Það væri aldeilis afleitt ef allir væru alltaf sammála. Þá yrði lítil þróun, engin skoðanaskipti og engin tækifæri til þess að þróa hugmyndir og velta vöngum. Heimurinn væri einsleitur og líklega heldur leiðinlegur. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum ólíkar skoðanir og tækifæri til að koma þeim á framfæri og viðra þær. Jafnframt er mikilvægt að við höfum leyfi til að skipta um skoðun. Það er svolítið undarlegt að heyra fólk álasa öðrum fyrir að skipta um skoðun. "Hann/hún sagði nú annað í gær eða í fyrra eða einhvern tíma". Skárra væri það nú að skipta aldrei um skoðun, taka aldrei sinnaskiptum, hanga bara eins og hundur á roði á einhverju viðhorfi af því að við höfðum það einu sinni, hvaða breytingar sem orðið hafa og hvað sem við höfum lært og fræðst um síðan. Það hefur reynt töluvert á skoðanaskipti að undanförnu. Skoðanir á virkjun við Kárahnjúka hafa verið afar skiptar og nú nýlega hafa kirkjunnar mál í Garðasókn kallað fram ólíkar skoðanir. Staðsetning þjónustu við innanlandsflug er langvarandi tilefni til skoðanaskipta og strætisvagnasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið miklum hughrifum hjá fólki svo fátt eitt sé nefnt af nýlegum dæmum. Þetta er hið besta mál meðan við minnumst þess að við deilum um skoðanir en ekki einstaklinga. Verra er þegar fólk persónugerir slíkar deilur og þær valda vinslitum og jafnvel sundrung innan fjölskyldna. Slíks eru því miður fjölmörg dæmi. Rétturinn til að vera ósammála og hafa frjálsar skoðanir á ýmsum málefnum er einn okkar helgasti réttur. Á honum byggir lýðræðið, hvorki meira né minna. Okkur ber að virða skoðanir annarra, hversu vitlausar sem okkur sjálfum finnst þær vera. Framtíðin ein leiðir í ljós hver hefur rétt fyrir sér, ef það kemur í ljós á annað borð. Allir hafa rétt til að hafa sína skoðun og það er afar mikilvægt að við leyfum og virðum mótmæli gegn gjörðum hins opinbera svo dæmi sé tekið. Það hefur verið nokkuð undarlegt að fylgjast með fréttaflutningi af viðbrögðum við mótmælum fárra einstaklinga við virkjun við Kárahnjúka. Á sama tíma og íbúar Fljótsdalshéraðs, flestir ef ekki allir, hafa umtalsverðar áhyggjur af umferðarmálum á ofanverðu Héraði gátu lögreglumenn varið tíma og kröftum í eftirlit og áhyggjur af nokkrum mótmælendur í tjaldútilegu. Að sama skapi var undarlegt að fylgjast með fréttum af athöfnum þessara mótmælenda. Alveg eins og þeir hafa rétt til sinna skoðana og leyfi til að tjá þær hefur löggjafinn rétt til að ætlast til þess að þeir fari að lögum. Það er engum til framdráttar að brjóta lög, jafnvel þótt við séum á stundum ósammála lögunum. Að vísu geymir sagan fjölmörg dæmi af lögbrjótum, sem mótmæltu lögum sem þeir töldu vera lögleysu en reyndust síðar hafa rétt fyrir sér. Slíkum lögbrjótum þökkum við af einlægni. Sjálfur frelsarinn var ekki hátt skrifaður hjá yfirvöldum síns tíma. Stundum eru lögin nefnilega ekki réttlát, jafnvel ekki rétt og stundum hefur mótmælendum tekist að færa heiminn í réttlátari átt með lögbrotum. Sagan ein getur kennt okkur hvenær það gerist og aldrei fyrr en síðar, jafnvel löngu síðar en atburðirnir eiga sér stað. Eftir sem áður hljótum við að ætlast til þess að allir virði lög annars vegar og hins vegar að allir virði réttinn til andmæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Það er vandaverk að vera ósammála. En jafnframt afskaplega mikilvægt. Það væri aldeilis afleitt ef allir væru alltaf sammála. Þá yrði lítil þróun, engin skoðanaskipti og engin tækifæri til þess að þróa hugmyndir og velta vöngum. Heimurinn væri einsleitur og líklega heldur leiðinlegur. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum ólíkar skoðanir og tækifæri til að koma þeim á framfæri og viðra þær. Jafnframt er mikilvægt að við höfum leyfi til að skipta um skoðun. Það er svolítið undarlegt að heyra fólk álasa öðrum fyrir að skipta um skoðun. "Hann/hún sagði nú annað í gær eða í fyrra eða einhvern tíma". Skárra væri það nú að skipta aldrei um skoðun, taka aldrei sinnaskiptum, hanga bara eins og hundur á roði á einhverju viðhorfi af því að við höfðum það einu sinni, hvaða breytingar sem orðið hafa og hvað sem við höfum lært og fræðst um síðan. Það hefur reynt töluvert á skoðanaskipti að undanförnu. Skoðanir á virkjun við Kárahnjúka hafa verið afar skiptar og nú nýlega hafa kirkjunnar mál í Garðasókn kallað fram ólíkar skoðanir. Staðsetning þjónustu við innanlandsflug er langvarandi tilefni til skoðanaskipta og strætisvagnasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið miklum hughrifum hjá fólki svo fátt eitt sé nefnt af nýlegum dæmum. Þetta er hið besta mál meðan við minnumst þess að við deilum um skoðanir en ekki einstaklinga. Verra er þegar fólk persónugerir slíkar deilur og þær valda vinslitum og jafnvel sundrung innan fjölskyldna. Slíks eru því miður fjölmörg dæmi. Rétturinn til að vera ósammála og hafa frjálsar skoðanir á ýmsum málefnum er einn okkar helgasti réttur. Á honum byggir lýðræðið, hvorki meira né minna. Okkur ber að virða skoðanir annarra, hversu vitlausar sem okkur sjálfum finnst þær vera. Framtíðin ein leiðir í ljós hver hefur rétt fyrir sér, ef það kemur í ljós á annað borð. Allir hafa rétt til að hafa sína skoðun og það er afar mikilvægt að við leyfum og virðum mótmæli gegn gjörðum hins opinbera svo dæmi sé tekið. Það hefur verið nokkuð undarlegt að fylgjast með fréttaflutningi af viðbrögðum við mótmælum fárra einstaklinga við virkjun við Kárahnjúka. Á sama tíma og íbúar Fljótsdalshéraðs, flestir ef ekki allir, hafa umtalsverðar áhyggjur af umferðarmálum á ofanverðu Héraði gátu lögreglumenn varið tíma og kröftum í eftirlit og áhyggjur af nokkrum mótmælendur í tjaldútilegu. Að sama skapi var undarlegt að fylgjast með fréttum af athöfnum þessara mótmælenda. Alveg eins og þeir hafa rétt til sinna skoðana og leyfi til að tjá þær hefur löggjafinn rétt til að ætlast til þess að þeir fari að lögum. Það er engum til framdráttar að brjóta lög, jafnvel þótt við séum á stundum ósammála lögunum. Að vísu geymir sagan fjölmörg dæmi af lögbrjótum, sem mótmæltu lögum sem þeir töldu vera lögleysu en reyndust síðar hafa rétt fyrir sér. Slíkum lögbrjótum þökkum við af einlægni. Sjálfur frelsarinn var ekki hátt skrifaður hjá yfirvöldum síns tíma. Stundum eru lögin nefnilega ekki réttlát, jafnvel ekki rétt og stundum hefur mótmælendum tekist að færa heiminn í réttlátari átt með lögbrotum. Sagan ein getur kennt okkur hvenær það gerist og aldrei fyrr en síðar, jafnvel löngu síðar en atburðirnir eiga sér stað. Eftir sem áður hljótum við að ætlast til þess að allir virði lög annars vegar og hins vegar að allir virði réttinn til andmæla.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun