Slökktu tvo elda í morgun 4. september 2005 00:01 Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn við Fiskislóð 45 leit út fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reyk lagði frá húsinu og út um þakskeggið og vegfarandinn sem hringdi í neyðarlínuna kvaðst hafa heyrt sprengingar innan úr húsnæðinu. Engin starfsemi er í húsnæðinu eins og er, það er bara einn geimur að hluta til á tveimur hæðum og það gerði það að verkum að reykkafararnir þurftu að æða inn í mökkinn í leit að eldinum og eldsmatnum. Björn Björnsson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, sagði aðspurður að eldur hefði logað í bíl innst inni í húsinu en ekki væri ljóst hvernig kviknað hefði í honum. Aðspurður um tjónið sagði Björn það gríðarlegt, aðallega vegna reyks. Eigandi hússins er fyrirtækið Fiskislóð ehf. Það keypti húsnæðið um áramót og hefur verið að breyta því í verslunar- og þjónustuhúsnæði. Björn Einarsson, einn eigenda hússins, segir að til hafi staðið að skipta húsinu upp í minni brunahólf en verið væri að samþykkja teikningar þar að lútandi. Spurður um tjónið sagðist Björn ekki vita mikið um það þar sem hann hefði ekki getað farið inn í húsið vegna reyksins. Aðspurður hvort hann væri vel tryggður sagðist hann reikna með því að tryggingar væru í lagi. Og slökkviliðið þurfti að sinna fleiru í nótt, því það var kallað út að Melabúðinni í Reykjavík á þriðja tímanum. Þar logaði eldur í kassageymslu, en ekki er innangengt í verslunina úr henni. Vel gekk að slökkva eldinn, en nokkur reykur barst með lögnum inn í verslunina. Starfsfólk þreif og ræsti það allt saman í morgun og var verslunin opnuð á hádegi eins og ekkert hefði í skorist. Rannsókn á eldsupptökum á báðum stöðum er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík og að hennar sögn er ekkert hægt að segja um það enn hvernig eldarnir kviknuðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn við Fiskislóð 45 leit út fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reyk lagði frá húsinu og út um þakskeggið og vegfarandinn sem hringdi í neyðarlínuna kvaðst hafa heyrt sprengingar innan úr húsnæðinu. Engin starfsemi er í húsnæðinu eins og er, það er bara einn geimur að hluta til á tveimur hæðum og það gerði það að verkum að reykkafararnir þurftu að æða inn í mökkinn í leit að eldinum og eldsmatnum. Björn Björnsson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, sagði aðspurður að eldur hefði logað í bíl innst inni í húsinu en ekki væri ljóst hvernig kviknað hefði í honum. Aðspurður um tjónið sagði Björn það gríðarlegt, aðallega vegna reyks. Eigandi hússins er fyrirtækið Fiskislóð ehf. Það keypti húsnæðið um áramót og hefur verið að breyta því í verslunar- og þjónustuhúsnæði. Björn Einarsson, einn eigenda hússins, segir að til hafi staðið að skipta húsinu upp í minni brunahólf en verið væri að samþykkja teikningar þar að lútandi. Spurður um tjónið sagðist Björn ekki vita mikið um það þar sem hann hefði ekki getað farið inn í húsið vegna reyksins. Aðspurður hvort hann væri vel tryggður sagðist hann reikna með því að tryggingar væru í lagi. Og slökkviliðið þurfti að sinna fleiru í nótt, því það var kallað út að Melabúðinni í Reykjavík á þriðja tímanum. Þar logaði eldur í kassageymslu, en ekki er innangengt í verslunina úr henni. Vel gekk að slökkva eldinn, en nokkur reykur barst með lögnum inn í verslunina. Starfsfólk þreif og ræsti það allt saman í morgun og var verslunin opnuð á hádegi eins og ekkert hefði í skorist. Rannsókn á eldsupptökum á báðum stöðum er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík og að hennar sögn er ekkert hægt að segja um það enn hvernig eldarnir kviknuðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira