
Innlent
Nota hunda við fíkniefnaleit í miðborginni
Dópistar og dópsölumenn eru ekki lengur óhultir í miðborginni. Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda hefja á næstunni reglubundna leit að fólki sem er með fíkniefni á sér. Hundarnir finna lykt af fíkniefnum í tuga metra fjarlægð, hvort sem þau eru falin á fólki eða í bílum. Lögreglumaður kom fíkniefnum fyrir í vasa fréttamanns og var hundurinn fljótur að finna efnin. Til að sjá enn betur hve leitarhundarnir eru næmir á að finna fíkniefni, komu lögreglumennirnir fíkniefnum fyrir á austurvelli - það er greinilegt að hundurinn finnur lyktina af efnunum langar leiðir.