Fer Írak sömu leið og Íran? 28. ágúst 2005 00:01 Eitt frægasta atvikið frá dögum innrásar Bandaríkjamanna í Írak vorið 2003 er þegar risastórt líkneski af einræðisherranum Saddam Hussein í miðborg Bagdad var brotið niður í beinni útsendingu alþjóðlegra sjónvarpsstöðva. Það varð áhorfendum víða um heim tákn um endalok grimmúðlegra stjórnarhátta og upphaf lýðræðis og mannréttinda í arabaheiminum. Ekki var annað að sjá en að almenningur í Írak flykktist út á götur og fagnaði innrásarliðinu sem frelsað hafði það frá kúgunarstjórninni. En smám saman varð ljóst að veruleikinn er flóknari en hugmyndasmiðir innrásarinnar í Hvíta húsinu höfðu áttað sig á. Almenningur í Írak reyndist tortrygginn gagnvart innrásarherjunum. Atvikið í miðborginni reyndist við nánari athugun sviðsetning ímyndarhönnuða en ekki birtingarmynd raunverulegs feginleika. Eftirspurn eftir lýðræði og mannréttindum að vestrænum hætti reyndist ekki jafn mikil í landinu og vænst hafði verið. Tryggð við hugmyndaheim íslamskrar trúar og menningar reyndist hins vegar rótgróin. Vart hefur liðið sá dagur frá því að Írak var frelsað úr klóm Saddam Husseins að ekki hafi verið unnin grimmileg ofbeldsverk í landinu. Mikið mannfall hefur orðið í hersveitum Bandaríkjamanna og Breta, en það er þó lítilsháttar miðað við þær fórnir sem óbeyttir borgarar hafa þurft að færa. Enginn er óhultur í landinu, börn eru ekkert síður skotmark ódæðismanna en fullorðnir. Hvergi er griðastaði að finna, hvorki heimili né moskur. Við þessar aðstæður, þar sem ótti og óöryggi einkennir allt þjóðlífið, hafa Bandaríkjamenn staðið fyrir því að fá valdahópa í Írak til að reyna að byggja upp lýðræðis- og réttarríki að vestrænni fyrirmynd. Það hefur reynst torsótt verkefni og ekki blasir við hvernig því muni lykta. Það er Bandaríkjastjórn mikið kappsmál að hraða því að Írakar setji sér lýðræðislega stjórnarskrá. Fyrr geta innrásarherirnir ekki farið úr landi. Stuðningur við dvöl Bandaríkjamanna í Írak fer minnkandi heimafyrir og tíminn sem Bush forseti hefur til að koma málum í kring styttist óðum. Hættan er sú að við þessar erfiðu aðstæður verði atburðarásin önnur en að hefur verið stefnt. Hættan er sú að nýja stjórnarskráin í Írak setji íslömsk trúarsjónarmið ofar veraldlegum áherslum lýðræðis og mannréttinda. Sá texti stjórnarskrárinnar sem þegar liggur fyrir er þversagnakenndur í þessu tilliti en gæti orðið hættulegt vopn í höndum einstrengingslegra og gamaldags valdsmanna úr klerkastétt. Á dögum Saddams Hussein var Írak veraldlegt ríki. Hættan er sú að það verði trúarríki að íranskri fyrirmynd. Það væru sannarlega snautleg endalok vestrænnar innrásar í nafni lýðræðis og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Eitt frægasta atvikið frá dögum innrásar Bandaríkjamanna í Írak vorið 2003 er þegar risastórt líkneski af einræðisherranum Saddam Hussein í miðborg Bagdad var brotið niður í beinni útsendingu alþjóðlegra sjónvarpsstöðva. Það varð áhorfendum víða um heim tákn um endalok grimmúðlegra stjórnarhátta og upphaf lýðræðis og mannréttinda í arabaheiminum. Ekki var annað að sjá en að almenningur í Írak flykktist út á götur og fagnaði innrásarliðinu sem frelsað hafði það frá kúgunarstjórninni. En smám saman varð ljóst að veruleikinn er flóknari en hugmyndasmiðir innrásarinnar í Hvíta húsinu höfðu áttað sig á. Almenningur í Írak reyndist tortrygginn gagnvart innrásarherjunum. Atvikið í miðborginni reyndist við nánari athugun sviðsetning ímyndarhönnuða en ekki birtingarmynd raunverulegs feginleika. Eftirspurn eftir lýðræði og mannréttindum að vestrænum hætti reyndist ekki jafn mikil í landinu og vænst hafði verið. Tryggð við hugmyndaheim íslamskrar trúar og menningar reyndist hins vegar rótgróin. Vart hefur liðið sá dagur frá því að Írak var frelsað úr klóm Saddam Husseins að ekki hafi verið unnin grimmileg ofbeldsverk í landinu. Mikið mannfall hefur orðið í hersveitum Bandaríkjamanna og Breta, en það er þó lítilsháttar miðað við þær fórnir sem óbeyttir borgarar hafa þurft að færa. Enginn er óhultur í landinu, börn eru ekkert síður skotmark ódæðismanna en fullorðnir. Hvergi er griðastaði að finna, hvorki heimili né moskur. Við þessar aðstæður, þar sem ótti og óöryggi einkennir allt þjóðlífið, hafa Bandaríkjamenn staðið fyrir því að fá valdahópa í Írak til að reyna að byggja upp lýðræðis- og réttarríki að vestrænni fyrirmynd. Það hefur reynst torsótt verkefni og ekki blasir við hvernig því muni lykta. Það er Bandaríkjastjórn mikið kappsmál að hraða því að Írakar setji sér lýðræðislega stjórnarskrá. Fyrr geta innrásarherirnir ekki farið úr landi. Stuðningur við dvöl Bandaríkjamanna í Írak fer minnkandi heimafyrir og tíminn sem Bush forseti hefur til að koma málum í kring styttist óðum. Hættan er sú að við þessar erfiðu aðstæður verði atburðarásin önnur en að hefur verið stefnt. Hættan er sú að nýja stjórnarskráin í Írak setji íslömsk trúarsjónarmið ofar veraldlegum áherslum lýðræðis og mannréttinda. Sá texti stjórnarskrárinnar sem þegar liggur fyrir er þversagnakenndur í þessu tilliti en gæti orðið hættulegt vopn í höndum einstrengingslegra og gamaldags valdsmanna úr klerkastétt. Á dögum Saddams Hussein var Írak veraldlegt ríki. Hættan er sú að það verði trúarríki að íranskri fyrirmynd. Það væru sannarlega snautleg endalok vestrænnar innrásar í nafni lýðræðis og mannréttinda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun