Lítið gert við athugasemdum 25. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira