Sakar lögfræðing um ærumeiðingar 25. ágúst 2005 00:01 Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira