
Innlent
Lausn Arons hugsanlega í sjónmáli

Lausn Arons Pálma Ágústssonar gæti verið í sjónmáli innan mjög skamms tíma, en nafn hans er að finna á lista yfir fanga sem löggjafarþing fylkisins hefur lagt til að verði látnir lausir. Verður listinn lagður fyrir ríkisstjórann til staðfestingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari S. Einarssyni, einum forsvarsmanna stuðningsnefndar Arons Pálma, en hópurinn hefur undanfarið unnið að framsali hans til Íslands. Aron Pálmi var árið 1997 dæmdur í tíu ára fangelsi, sakaður um kynferðisbrot gegn yngri dreng. Síðustu árin hefur hann setið í stofufangelsi í Texas.