Annarleg ástand tefur yfirheyrslu 22. ágúst 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira