Bitinn í nefið í slagsmálum

Maður var bitinn í nefið á Hafnargötunni í Keflavík í nótt. Tveimur mönnum hafði orðið sundurorða og slógust þeir í kjölfarið. Maðurinn sem var bitinn var fluttur á slysadeild og þurfti að sauma nokkur spor í nef hans. Hann hefur ekki enn kært árásina. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur.